Sveitarstjórnarkosningar í Dalvíkurbyggð 14. maí 2022

Sveitarstjórnarkosningar í Dalvíkurbyggð 14. maí 2022

Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga í Dalvíkurbyggð 14. maí nk. liggur frammi almenningi til sýnis frá 22. apríl fram á kjördag í þjónustuveri Skrifstofa Dalvíkurbyggðar í Ráðhúsi Dalvíkur á venjulegum opnunartíma, alla virka daga frá kl. 10:00-15:00 nema á föstudögum frá kl. 10:00 – 12:00.

Kjósendur eru hvattir til þess að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskrá.

Kjörskráin miðast við skráningu lögheimilis í sveitarfélagi eins og það er samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár kl. 12 á hádegi 38 dögum fyrir kjördag. Viðmiðunardagur kjörskrár var því 6. apríl sl.

Hér geta kjósendur kannað hvort og hvar þeir eru á kjörskrá;
https://skra.is/folk/kjorskra-og-kosningar/hvar-a-eg-ad-kjosa/

Athugasemdum við kjörskrá skal beint til Þjóðskrár Íslands. Ef við á má gera leiðréttingar á kjörskrá fram á kjördag.

Kjósendum er einnig bent vefinn https://www.kosning.is þar sem er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar.

 

Sveitarstjórinn í Dalvíkurbyggð,

Katrín Sigurjónsdóttir