Suzukinámskeiðið “Tröllatónar” á Dalvík

Dagana 22. - 24. september verður haldið Suzukinámskeiðið "Tröllatónar"  á Dalvík sem  er samvinnuverkefni Tónlistarskóla Dalvíkur og Tónlistarskólans á Akureyri. Námskeiðið er ætlað Suzukinemendum af öllu landinu.

Gestakennarar frá Póllandi er Anna Podhajska (fiðla), Marzena Jasinska (píanó), og Iwona Talalaj (rytmík). Íslenskir kennara verða Helga Steinunn Torfadóttir (fiðla) og Ásdís Arnardóttir (selló) frá Reykjavík. Þeim til aðstoðar verða kennarar Tónlistarskólans á Akureyri og Tónlistarskóla Dalvíkur. Öll nema Iwona og Ásdís hafa kennt áður á námskeiðum hér.  

Þetta er í fjórða sinn sem Suzukinámskeið hefur verið haldið hér á Dalvík en hefur nú fyrst fengið nafnið "Tröllatónar".  Það hefst föstudaginn 22. september Kl. 17.00 og lýkur með tónleikum í Dalvíkurkirkju 24. september kl. 14.00.

Sparisjóður Svarfdæla styrkir námskeiðið.