Sumarstarf við Byggðasafnið Hvol

Sumarstarf við Byggðasafnið Hvol

Laust er til umsóknar sumarstarf við Byggðasafnið Hvol á Dalvík.

Um er að ræða fullt starf frá 1. júní til 1. september 2006. Vinnutími er frá kl. 11-18 alla daga nema mánudaga og aðra hverja helgi.


 Hæfniskröfur:

  • Æskilegt er að viðkomandi hafi áhuga á sögu byggðarinnar og á safnamálum.
  • Tungumálakunnátta, m.a. enska.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Samviskusemi og sjálfstæð vinnubrögð.

Laun samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga f.h. Dalvíkurbyggðar og Starfsmannafélags Dalvíkurbyggðar (KJÖLUR). 

Umsóknarfrestur er til og með 21. apríl 2006.  Umsóknum er tilgreini m.a. menntun og fyrri störf skal skilað á bæjarskrifstofu Dalvíkurbyggðar, merkt "Byggðasafn".

Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á bæjarskrifstofu eða heimasíðu www.dalvik.is.

Allar nánari upplýsingar veitir Íris Ólöf Sigurjónsdóttir, forstöðumaður Byggðasafnsins, í símum 892-1497 eða 466-1497.