Sumarstarf í Íþróttamiðstöðinni

Sumarstarf í Íþróttamiðstöðinni

Fræðslu- og menningarsvið Dalvíkurbyggðar auglýsir eftir kvenkyns starfsmanni í sumarafleysingar við íþróttamiðstöðina á Dalvík. Um er að ræða 100% starf frá byrjun júní til fram í miðjan ágúst.

Helstu störf eru baðvarsla, samskipti við viðskiptavini, sundlaugagæsla, þrif og afgreiðsla.
Gildi sviðsins eru virðing, metnaður og jákvæðni.

Hæfniskröfur:

  • Reynsla af sambærilegum störfum er kostur
  • Reynsla af þjónustustörfum er kostur
  • Reynsla af vinnu með börnum og unglingum er kostur
  • Tuttugu ára eða eldri
  • Góð færni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund
  • Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði
  • Hreint sakavottorð (skv. 10. grein Æskulýðslaga)
  • Viðkomandi þarf að standast hæfnispróf sundstaða

Umsóknarfrestur er til og með 25. apríl nk.

Greitt er samkv. kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og Kjalar.

Umsókn um starfið þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á minni Dalvíkurbyggð, http://min.dalvikurbyggd.is/. Valið er "Atvinnuumsókn" og síðan "Sumarstarf í Íþróttamiðstöð".

Nánari upplýsingar veitir Gísli Rúnar Gylfason (gislirunar@dalvikurbyggd.is), íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Dalvíkurbyggðar