Styrkur til plöntukaupa

Hitaveita Dalvíkur leggur árlega fjárhæð í sjóð til skógræktarmála. Einstaklingum og félögum í Dalvíkurbyggð gefst kostur á að sækja um styrk til plöntukaupa úr þessum sjóði.


Í umsókninni skal eftirfarandi koma fram:

  • Tilgreina skal staðsetningu, stærð og lýsingu á landi því sem planta skal í.
  • Hver er tilgangur verkefnisins.
  • Hvaða tegundir er sótt um og hve mikið magn.
  • Hvernig og hvenær mun útplöntun fara fram.

Umsóknum skal skila til Þjónustuvers Dalvíkurbyggðar, merktum Garðyrkjustjóra fyrir 15. apríl.
Frekari upplýsingar gefur Garðyrkjustjóri í síma 898 3490

Garðyrkjustjóri Dalvíkurbyggðar.