Stígur milli Dalbæjar og kirkjunnar

Stígur milli Dalbæjar og kirkjunnar

Þessa dagana er unnið að því að leggja göngustíg á milli Dalbæjar, dvalarheimilis aldraðra, og kirkjunnar. Þessi leið er oft gengin af heimafólki sem getur, við lok þessarar framkvæmdar, gengið hana á upplýstum, malbikuðum stíg. Verið er að undirbúa undir malbikun og ætti stígurinn því að verða tilbúinn innan tíðar.