Starfsfólk óskast við nýjan skóla í Árskógi

Nýr skóli hefur göngu sína í Árskógi - hefur þú áhuga á að móta frábæran skóla?

Í ágúst hefur göngu sína nýr skóli með um fimmtíu börn á aldrinum níu mánaða til tólf ára (7. bekkur) og leitum við eftir einstaklingum með mikinn metnað, sem sýnt hafa árangur í störfum sínum og leggja áherslu á vellíðan og árangur barna í góðu samstarfi við alla hlutaðeigandi.

Sérstaða nýs skóla felst í samþættingu leiks og náms barna á leik- og grunnskólaaldri með samfellu að markmiði. Markmiðið er að börn leiki og læri saman í aldursblönduðum hópum í umhverfi sem er örvandi og skapandi og til þess fallið að hver og einn geti þroskast, lært og dafnað á eigin forsendum. Útivera, hreyfing og útinám í tengslum við nærsamfélagið verður ein af meginstoðum nýja skólans. Hann mun m.a. leggja áherslu á læsi í víðri merkingu og þematengd viðfangsefni með áherslu á sköpun, nám og leik sem stuðlar að sjálfstæði og frumkvæði. Skólinn mun starfa eftir hugmyndafræði Uppbyggingarstefnunnar og stefnir á Grænfána. Traust, samvinna og umhyggja eru lyklar að sterkri liðsheild. Við viljum verða skóli sem sífellt lærir og leikur.


Okkur vantar því frábært starfsfólk til að taka þátt í mótun og þróun skólans og leitum við eftir:
• deildarstjóra með leikskólakennaramenntun
• leikskólakennurum
• grunn¬skólakennurum
• leiðbeinendum/stuðningsfulltrúum
• skólaliðum.

Allir starfsmenn skólans þurfa að hafa áhuga á vinnu með börnum, mikinn áhuga á að taka þátt í mótun nýs skóla, vera sveigjanlegir og tilbúnir að fara nýjar leiðir í skólastarfi, búa yfir góðri samstarfshæfni og frumkvæði, vera sjálfstæðir í vinnubrögðum, hugsa lausnamiðað, vera reglusamir og hafa hreina sakaskrá.

Stefnt er að því að gera sérsamninga við kennara um vinnutíma og störf til þess að stuðla að virkri samþættingu skólastiganna tveggja.

Hæfniskröfur kennara til viðbótar við ofangreint:
 Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunn- og/eða leikskóla
 Góðir skipulagshæfileikar
 Reynsla af skólastarfi og áhugi á uppeldi og menntun barna
 Áhugi og sveigjanleiki til að hugsa út fyrir hefðbundinn ramma m.t.t. vinnufyrirkomulags og vinnu með bæði leik- og grunnskólabörnum


Hæfniskröfur deildarstjóra að auki:
 Leikskólakennaramenntun og reynsla af vinnu á leikskóla
 Góður leiðtogi og forystumaður sem hvetur fólk til góðra verka
 Geta til að vinna sjálfstætt og með öðrum innan skólasamfélagsins
 Framúrskarandi samskiptahæfni

Hæfniskröfur vegna leiðbeinenda/stuðningsfulltrúa og skólaliða
 Gleði, sveigjanleiki og umburðarlyndi eru ákjósanlegir eiginleikar sem og að umsækjendur uppfylli almennar kröfur sem gerðar eru til starfsfólks nýs skóla


Allar nánari upplýsingar veitir Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson skólastjóri í síma 6991303 eða með tölvupósti gunnthore@dalvikurbyggd.is  Upplýsingar um skólamál í Árskógi má finna á heimasíðu Dalvíkurbyggðar www.dalvikurbyggd.is 
 
Umsókninni skal fylgja greinargóð ferilskrá. Í litlum skóla er fjölhæfni mikill kostur og gott er ef umsækjendur benda á þá fjölhæfni sem þeir búa yfir t.d. kennsla list- og/eða verkgreina eða annað sem getur reynst styrkur.

Umsóknum og ferilskrá skal skila til skólastjóra á netfangið gunnthore@dalvikurbyggd.is  og verður móttaka umsókna staðfest.

Umsóknarfrestur er til og með 19. mars 2012 og mun starfsfólk hefja störf í ágúst.