Starf forstöðumanns frístundahúss laust til umsóknar

Viltu taka þátt í að móta og efla gott fagstarf í frístundahúsinu Víkurröst í Dalvíkurbyggð? Sveitarfélagið óskar
eftir að ráða metnaðarfullan og drífandi aðila í starfi forstöðumanns frístundahússins Víkurrastar. Umsóknarfrestur er til og með 22. júlí 2012.


Starfssvið:
• Ábyrgð á öllu frístundastarfi í Víkurröst
• Forvarnarstarf
• Skipulagning viðburða
• Aðstoð og stuðningur við ungmenni sveitarfélagsins
• Mikil samskipti við samstarfsaðila, svo sem grunnskóla í Dalvíkurbyggð


Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Jákvæðni, glaðlegt viðmót og góð samskiptahæfni
  • Reynsla og áhugi á starfi með börnum og ungmennum
  • Frumkvæði og þörf til að ná árangri
  • Góð tölvuþekking og færni til að tjá sig í ræðu og riti
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð


Frekari upplýsingar gefur íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og skulu ferilskrár og kynningarbréf send rafrænt á
arni@dalvikurbyggd.is  og verður móttaka þeirra staðfest.

Umsækjendur þurfa að vera tilbúnir að framvísa sakavottorði ef til ráðningar kemur.