Spennandi sumarstörf hjá Dalvíkurbyggð

Spennandi sumarstörf hjá Dalvíkurbyggð

Dalvíkurbyggð auglýsir 13 laus störf í sumar til að koma til móts við ungt fólk í atvinnuleit.

Verkefnastjóri sumarátaksins - 25  ára og eldri

Helstu verkefni
Mótar hugmyndafræði verkefna og skipuleggur þau.
Verkstýrir hópunum  og samræmir vinnu.
Skilar greinargerð um markmið og árangur verkefnisins. 
Önnur verkefni í samráði við yfirmann.

Menntunar- og hæfniskröfur:

Háskólanám sem nýtist í starfi er kostur.
Reynsla af störfum með ungmennum og einlægur áhugi á umhverfi og menningu.
Viðkomandi á að vera góð fyrirmynd og sterkur leiðtogi.
Hæfni til að stuðla að jafnræði og réttlæti í samfélaginu.
Góð samskipta- og  skipulagshæfni.
Hreint sakavottorð og bílpróf skilyrði.

Sumarstarf á skrifstofu fyrir nemanda 18 og eldri

Helstu verkefni
Að skrá eignir sveitarfélagsins í nýjan gagnagrunn, vista teikningar, flokka gögn og fleira

Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólanám innan byggingafræði eða arkitektúr kostur.
Góð tölvukunnátta og færni til að tileinka sér ný forrit.
Jákvæðni, lausnarmiðuð hugsun og nákvæm vinnubrögð.
Rík þjónustulund og sjálfstæð vinnubrögð.
Sveigjanleiki og áhugi á að prófa nýja hluti.

11 sumarstörf fyrir nemendur 18 ára og eldri

Boðið verður uppá tvo hópa, „Menningar, lista og leikjahópur“ og „Umhverfis og sjálfbærnishópur“ og eru umsækjendur beðnir um að taka fram hvor hópinn þeir hafa áhuga á og hvaða starfshlutfall þeir óski helst eftir.

„Menningar, lista og leikjahópurinn“ nota fjölbreytt listform til að vekja athygli á menningu- og listum í sveitarfélaginu og skapa líf í bænum. Hópurinn býður m.a. uppá leikjanámskeið fyrr 6-12 ára börn.

„Umhverfis- og sjálfbærnihópur“ kynnir sér Friðland, Fólkvanga, skógarreiti og opin svæði greinir stöðu staðanna og lætur til sín taka í þeim verkefnum.

Nemendur hafi áhuga á verkefnunum, hafi frumkvæði og séu sjálfstæð í vinnu.
Séu jákvæð, skapandi og lausnarmiðuð í hugsun. Kostur er að hafa bílpróf.

Starfstími er frá 1. júní – 31. júlí 2020

Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á „Mín Dalvíkurbyggð“.
http://min.dalvikurbyggd.is/  (atvinnuumsókn, merkt: „Flokksstjóri Vinnuskóla“)

Umsókn um starfið þarf að fylgja ferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og  rökstuðning fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 24. maí og verður umsóknum svarað 27. maí.
Nánari upplýsingar veitir Gísli Rúnar Gylfason (gislirunar@dalvikurbyggd.is).