Sparkvöllur á Dalvík

KSÍ hefur ákveðið að úthluta 60 sparkvöllum til sveitarfélaga víðs vegar um landið eftir að hafa fengið tilboð í gervigras á vellina, en það verður hlutverk KSÍ að útvega og leggja fyrsta flokks gervigras á vellina sveitarfélögum að kostnaðarlausu.

Dalvíkurbyggð var úthlutað einum velli. Ekki liggur fyrir hvar nákvæmlega völlurinn verður staðsettur en væntanlega verður það í tengslum við íþróttasvæðið.

Alls bárust umsóknir um 105 velli frá 59 sveitarfélögum.  Með því að úthluta 60 völlum hefur KSÍ tekist að ná til nær allra stærri þéttbýliskjarna á landinu.  Það er von KSÍ að hægt verði að úthluta fleiri völlum, en það veltur á samningi við framleiðanda og auknu fjármagni til átaksins.