Sorpmál í Dalvíkurbyggð - íbúafundur

Sorpmál í Dalvíkurbyggð - íbúafundur

Íbúafundur verður haldinn í menningarhúsinu Bergi kl. 18:00 miðvikudaginn 22. nóvember.

Á fundinum verður farið yfir sorpmál í Dalvíkurbyggð og kynntar fyrirhugaðar breytingar á fyrirkomulagi sorphirðu ásamt nýjungum.

 

Fundarstjóri verður Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs.

 

Dagskrá fundarins:

  • Helgi Pálsson rekstrarstjóri Gámaþjónustu Norðurlands

Árangur í flokkun með tilliti til minnkunar á sorpi til urðunar.

Söfnunarkerfi fyrir sorp.

Breytingar á sorphirðu í Dalvíkurbyggð 2018.

 

  • Guðmundur H Sigurðsson framkvæmdarstjóri Vistorku

Af hverju við erum að flokka þ.e. loftslagsáhrif þess að flokka frekar en urða.

Lífrænn úrgangur og nýting á moltunni.

Græna trektin og söfnunarkerfið fyrir hana.

Leif Arnar boxin fyrir matarafganga.

Parísarsamningurinn og fleira.

 

  • Þorsteinn K Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs

Fráveitukerfi Dalvíkurbyggðar.

 

  • Almennar umræður og fyrirspurnir frá íbúum.

 

Fyrir hönd Dalvíkurbyggðar

Börkur Þór Ottósson

Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs