Söngkeppni félagsmiðstöðvarinnar

Söngkeppni félagsmiðstöðvarinnar

Félagsmiðstöðin Týr í Dalvíkurbyggð hélt söngkepni í félagsmiðstöðinni miðvikudaginn 10. janúar sl. Þar var verið að velja þann aðila sem tekur þátt fyrir okkar hönd í NorðurOrgi (söngkeppni félagsmiðstöðva á Norðurlandi).

Alls kepptu þrjú atriði og voru sigurvegarar að þessu sinni drengir í 8. bekk, þeir Þormar Ernir Guðmundsson, söngur,  Þorsteinn Jakob Klemenzson, píanó og Elvar Freyr Jónsson, bassi.

Á hverju ári halda Samtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi (Samfés) söngkeppni í Laugardalshöllinni. Hver landshluti fær að senda nokkra keppendur í þessa keppni, sem undanfarin ár hefur verið sjónvarpað beint á Rúv.

Undanfarinn er sá að félagsmiðstöðvarnar hér á Norðurlandi halda undankeppni síðustu helgina í janúar ár hvert, sú keppni er kölluð NorðurOrg. Fimm atriði eru síðan valin þaðan til að taka þátt fyrir hönd félagsmiðstöðva á Norðurlandi í aðalkeppni Samfés í Laugardalshöllinni.

Drengirnir munu því keppa fyrir okkar hönd í NorðurOrgi föstudaginn 26. janúar nk. Félagsmiðstöðin mun að sjálfsögði fylgja þeim eftir og munum við fara með (vonandi) fulla rútu af stuðningsmönnum til að fylgjast með keppninni sem haldinn verður á Sauðárkóki að þessu sinni.

Óskum við þeim til hamingju með sigurinn hér heima og óskum þeim góðs gengis í NorðurOrgi.