Slysavarnardeildin færir íþróttamiðstöðinni gjöf

Slysavarnardeildin færir íþróttamiðstöðinni gjöf

Á 17. júní gaf slysavarnadeildin á Dalvík íþróttamiðstöðinni armkúta, núðlur og leikföng til að nota í sundlauginni. Allt er þetta liður í slysavörnum. Mikilvægt er að öll börn séu synd, kunni að kafa og geti bjargað sér í vatni. Ekki síður er sundkunnátta mikilvæg þegar börn búa nærri sjónum.

Þessar gjafir munu nýtast íþróttamiðstöðinni vel og er slysavarnardeildinni færðar þakkir fyrir góða gjöf og óeigingjarnt starf í þágu slysavarna á staðnum.

Gísli Rúnar Gylfason
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi

 

 

Myndin var tekin við afhendingu á búnaðinum á 17. júní. Myndin er fengin af heimasíðu Slysavarnardeildarinnar:

http://slysavarnadeildindalvik.xnet.is/