Skógarhöggsvinna og grisjun hafin í Brúarhvammsreit

Skógarhöggsvinna og grisjun hafin í Brúarhvammsreit

Næstu daga munu verktakar vera á svæðinu við að fella tré og grisja. Gestir reitarins eru beðnir um að leggja á bílastæði utan við reitinn og fara varlega um svæðið á meðan á þessari vinnu stendur og sérstaklega að krakkar séu í augsýn og vel utan við mögulega fallstaði trjáa.

Gert er ráð fyrir að skógarhöggsvinna muni standa yfir frá og með deginum í dag 14. júní og fram í lok næstu viku eða til og með föstudeginum 25. júní. Hreinsunarstarf á föllnum trjám og greinum mun hefjast í miðri þessari viku og gert er ráð fyrir að sú vinna muni standa yfir næstu vikur. Allar ábendingar eru vel þegnar og sendist til þjónustu- og upplýsingafulltrúa Dalvíkurbyggðar í tölvupósti á irish@dalvikurbyggd.is eða í síma 847-4176.