Skíðafélag Dalvíkur - útgáfa afmælisrits

Skíðafélag Dalvíkur - útgáfa afmælisrits

Þann 11. nóvember nk. verða 50 ár frá stofnun Skíðafélags Dalvíkur.

Af því tilefni er stefnt að því að gefa út rit þar sem saga félagsins verður rakin í máli og myndum allt frá stofnun þess til dagsins í dag.

Skíðafélagið leitar nú að myndum sem tengjast félaginu, félagsstarfinu og skíðasvæðinu frá upphafi. Þeir sem eiga myndir og eru tilbúnir til þess að láta þær af hendi eru beðnir um að senda þær á tölvutæku formi á netfangið skidalvik@gmail.com og taka fram hver tók myndirnar, ártalið og nöfn þeirra sem sjást á myndunum ef það á við. Einnig ef einhverjir eru með gmail þá er hægt að deila myndum með skidalvik@gmail.com.

Eflaust er mikið til af ljósmyndum á pappír og eru þeir sem eiga slíkar myndir og geta ekki skannað þær beðnir um að setja sig í samband við Hönnu Kristínu Gunnarsdóttur í síma 660-9108, milli kl 19:00 – 21:00 á kvöldin (alla virka daga ekki um helgar).
Tekið verður við myndum til 10. apríl nk.

Skíðafélag Dalvíkur