Samningur um lagningu ljósleiðaranets í dreifbýli

Samningur um lagningu ljósleiðaranets í dreifbýli

Samningur um lagningu ljósleiðaranets í dreifbýli Dalvíkurbyggðar (póstnúmer 621) var undirritaður í dag við Tengi ehf. Ráðist verður í framkvæmdir strax í sumar og eru áætluð verklok um sumarið 2016. Heimtaugargjald verður 100 þúsund krónur. Fljótlega eftir páska mun starfsfólk Tengis ehf. heimsækja alla íbúa og bjóða þeim tengingu.

Verkið er áfangaskipt; 1. áfangi er Árskógsströnd, 2. áfangi er Svarfaðardalur og kotin og 3. áfangi eru framdalur Svarfaðardals og Skíðadalur. Ef verkið gengur vel mun Tengir ehf. reyna að flýta verklokum sem gætu þá hugsanlega orðið í haust.

Kostnaður Dalvíkurbyggðar vegna verkefnisins verður 34 milljónir króna.

Einhugur hefur verið um málið á meðal kjörinna fulltrúa Dalvíkurbyggðar sem komið hafa að undirbúningi verkefnisins.