SAMGUS fundar í Dalvíkurbyggð

Félag garðyrkju- og umhverfisstjóra á Íslandi munu heimsækja Dalvíkubyggð á morgun, fimmtudag og dvelja fram á föstudag. Tilefnið er árlegur haustfundur félagsins en á hverju ári eru haldnir tveir fundir og er haustfundurinn iðulega haldinn úti á landi.
Von er á rúmlega 20 manns til Dalvíkurbyggðar og mun Jón Arnar Sverrisson, garðyrkjustjóri Dalvíkurbyggðar, sýna þeim Dalvíkurbyggð og fara með þau m.a. í heimsókn á Byggðasafnið Hvoll, Frystihús Samherja og Bruggsmiðjuna. Hópurinn mun dvelja á Hótel Sóley.