Sameining sveitarfélaga í Eyjarfirði

Á fundi bæjarráðs Dalvíkurbyggðar þann 7. apríl sl. var fjallað um erindi frá Nefnd um sameiningu sveitarfélaga er varðar lokatillögur sameiningarnefndar. Nefndin leggur til að gengið verði til atkvæðagreiðslu um sameiningu eftirfarandi sveitarfélaga við Eyjafjörð: Siglufjarðarkaupstaður, Ólafsfjarðarbær, Dalvíkurbyggð, Arnarneshreppur, Hörgárbyggð, Akureyrarkaupstaður, Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandarhreppur og Grýtubakkahreppur.

Gert er ráð fyrir að atkvæðagreiðslur um tillögur sameiningarnefndar fari víðast hvar fram laugardaginn 8. október 2005.

Unnt er að nálgast skýrslu nefndarinnar, fylgigögn og annað efni sem tengist átaki um eflingu sveitarstjórnarstigsins á vefsíðu félagsmálaráðuneytisins.

Slóðin er: www.felagsmalaraduneyti.is/vefir/efling