Samanburður á orkukostnaði heimila, Hitaveita Dalvíkur með þeim lægri

Samanburður á orkukostnaði heimila, Hitaveita Dalvíkur með þeim lægri

Á heimasíðu Byggðastofnunnar, www.byggdastofnun.is er nú að finna samanburð á orkukostnaði heimila á ársgrundvelli. Þar kemur fram að Orkustofnun hafi verið fengin til að reikna út kostnað við raforkunotkun og húshitun, á sömu fasteigninni, á nokkrum þéttbýlisstöðum og nokkrum stöðum í dreifbýli, á ársgrundvelli frá árinu 2013. Úttektin leiðir í ljós að kostnaður milli landsvæða er mjög mismunandi og á heildina litið er hann í öllum tilfellum meiri í dreifbýli en þéttbýli.

Hitaveita Dalvíkur er ein þeirra veitna sem tekur þátt í þessum samanburði á húshitunarkostnaði en á síðunni kemur fram að húshitunarkostnaður á starfssvæði Hitaveitu Dalvíkur er frekar ódýr miðað við aðrar veitur í sömu úttekt og eru aðeins sex veitur með lægra verð. 

Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér þessa samantekt frekar er bent á að skoða frétt á heimasíðu Byggðastofnunar um þetta efni.