Sagnanámskeið í Náttúrusetrinu á Húsabakka

Hæfileikinn til að segja sögur, býr í öllum. Markmið námskeiðsins er að virkja þennan hæfileika og byggja upp reynslu og kjark til að halda áfram för á sagnaslóðinni. Efniviðurinn er tekinn til skoðunar, þ.e. sögurnar sjálfar – það að velja sögu og endurskapa sögu. Unnið er með leiðir til að muna sögur, raddbeitingu, líkamsstöðu og öndun. Síðast en ekki síst kynnast þátttakendur ýmsum aðferðum sem hægt er að beita til að glæða sögurnar lífi.
Fjallað verður um þær fjölmörgu leiðir þar sem nýta má sögur, t.d. í ferðaþjónustu, safnastarfsemi, í starfi með börnum og unglingum, með eldri borgurum og í allskyns menningarstarfsemi. Ætlunin er að auðvelda þátttakendum að velja þann vettvang sem höfðar til þeirra.


Á námskeiðinu verður stuðst við sagnahandbók úr Evrópuverkefninu Storytelling Renaissance. Námskeiðinu lýkur með sameiginlegu sagnakvöldi.
Í tengslum við námskeiðið er stefnt að því að stofna Félag eyfirskra sagnaþula.

Námskeiðið er haldið á vegum Náttúruseturs á Húsabakka og Sagnamiðstöðvar Íslands í samstarfi við Símenntunnarmiðstöð Eyjafjarðar og styrkt af Menningarráði Eyþings.

Námskeiðið hefst föstudaginn 9. okt., kl. 20:00 og lýkur á laugardagskvöldinu 10. okt. kl. 20:30 með óformlegri sagnavöku.


Allar nánari upplýsingar og skráning í síma 865-7571og á www.simey.is