Réttir og göngur

Réttir og göngur

Um síðustu helgi voru göngur í Svarfaðardal, Skíðadal og á Dalvík. Voru ýmsir búnir að fylgjast stíft með veðurspánni síðustu vikur og daga fyrir göngur þar sem ekki er hægt að segja að ágúst hafi mætt okkur með blíðviðri. En viti menn, það birti upp um gangnahelgina og var gangnaveður eins og best verður á kosið alla helgina. Almennt gengu göngur vel fyrir sig og var ágætlega heimt af fjalli.

Réttað var á Tungurétt um hádegi sunnudaginn 03. september og var heildarfjöldi í afréttarsafni um það bil 500 kindur. Þrátt fyrir að fjöldi kinda sé nú minni heldur en var hér áður fyrr kemur ár hvert fjöldi fólks á réttina til að sína sig og sjá aðra og næla sér í eins og eina pönnuköku hjá Kvenfélaginu Tilraun sem stendur fyrir réttarkaffi með miklum sóma.

Um næstu helgi, 09.-10. september verða síðan fyrstu göngur á Árskógsströnd og má búast við að réttað verði um kl. 12:30 á laugardeginum.