Réttindagæslumaður fyrir fatlað fólk - Dalvíkurbyggð 30.september

Í maí 2011 tók til starfa nýr réttindagæslumaður fatlaðs fólks á Norðurlandi. Starfið er á vegum Velferðarráðuneytisins og nýtur réttindagæslumaður lögfræðilegrar aðstoðar þaðan. Svæðið sem nýtur þjónustu réttindagæslumanns er frá Hrútafirði til vesturs og að Bakkafirði til austurs. Á sama tíma og starfshlutfall réttindagæslumanns var aukið í 75%, þá voru skyldur réttindagæslumanns einnig auknar frá því sem áður var skilgreint í lögum.

Það starf sem réttindagæslumaður hefur með höndum samkvæmt reglugerðum í dag er:
• Að fylgjast með högum fatlaðs fólks og aðstoða og styðja það við hvers konar réttindagæslu hvort sem það er vegna þjónustu, einkamála eða
  einkafjármuna.
• Réttindagæslumaður veitir, þeim sem leita til hans, stuðning og aðstoða hann við að leita réttar síns.
• Fólk með fötlun getur leitað til réttindagæslumanns með hvaðeina sem varðar réttindi þess.
• Hver sá sem telur að brotið sé á réttindum fatlaðs fólks er skylt að tilkynna það réttindagæslumanni.
• Réttindagæslumaður getur tekið upp mál að eigin frumkvæði.
• Réttindagæslumaður stendur fyrir fræðslu fyrir fatlað fólk og þá sem starfa með því.
Sjá nánar um hlutverk réttindagæslumanns fatlaðs fólks í lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk; http://www.althingi.is/altext/139/s/1806.html


Sáttmálar, lög og reglugerðir sem m.a. eru höfð eru til hliðsjónar í starfi réttindagæslumanns fatlaðs fólks:
• Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991.
• Lög um málefni fatlaðs fólks nr.59/1992.
• Lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr.77/2000.
• Lög um réttindagæslu fatlaðs fólks nr.88/2011.
• Reglugerð um trúnaðarmenn fatlaðs fólks nr. 172/2011.
• Reglugerð um þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu nr.1054/2010.
• Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
• Stjórnsýslulög nr. 37/1993.


Fyrsta heimsókn í Dalvíkurbyggð er 30 september 2011.
Opin tími frá 13-14 verkalýðsfélaginu Einingu/Iðju Ráðhúsinu


Pantanir fyrir viðtöl
gudrun.palmadottir@rett.vel.is
858 1959
Aðsetur Akureyri: Skrifstofa hjá Vinnueftirlitinu,
Skipagötu 14, 4. Hæð.
600 Akureyri.
Guðrún Pálmadóttir, réttindagæslumaður fatlaðs fólks á Norðurlandi.


Guðrún Pálmadóttir er skipuð réttindagæslumaður á Norðurlandi til 1 árs. Hún hefur unnið sem þroskaþjálfi og ráðgjafi frá útskrift 1988 úr Þroskaþjálfaskólanum. Hún var uppeldislegur og meðferðalegur ráðgjafi í sínu starfi fyrir Félagsþjónustu Húnvetninga á árunum 1988- 2005. Árið 2004 lauk hún námi í EHÍ í verkefnastjórnun og vann frá 2005 - 2007 við að skipuleggja heimaþjónustu hjá Akureyrarbæ. Hún hefur verið að vinna við stuðning innan félagsmálakerfisins og fleiri verkefni eftir að hafa lokið BA í sálfræði vorið 2010