Ráðningar við Skammtímavistun fyrir börn og ungmenni í Dalvíkur- og Fjallabyggð

Þann 2.júlí síðastliinn rann út umsóknarfrestur um auglýst störf við Skammtímavistun fyrir börn og ungmenni í Dalvíkur- og Fjallabyggð. Alls bárust 12 umsóknir um stöðurnar. Nýráðin yfirþroskaþjálfi við Skammtímavistunina og félagmálastjóri sáu um ráðningarnar. Um var að ræða 5,4 stöðugildi og var eftirfarandi starfsfólk ráðið í störfin við Skammtímavistun í Skógarhólum 23 A og mun hefja störf í lok ágúst.
• Hildur Birna Jónsdóttir, Yfirþroskaþjálfi – Dalvíkurbyggð
• Ingveldur Ása Konráðsdóttir, Þroskaþjálfi – Hvammstanga
• Halla Björg Davíðsdóttir, Þroskaþjálfi – Dalvíkurbyggð
• Guðrún Anna Óskarsdóttir – Dalvíkurbyggð
• Ingibjörg Torfadóttir – Dalvíkurbyggð
• Dana Jóna Sveinsdóttir – Dalvíkurbyggð
• Petrína Þ Óskarsdóttir – Dalvíkurbyggð
• Kapítóla Rán Jónsdóttir – Dalvíkurbyggð
• Sandra Silvía Valsdóttir – Dalvíkurbyggð