Ofnæmir með tónleika í UNGO

Ofnæmir með tónleika í UNGO

Hljómsveitin Ofnæmir halda tónleika í Ungó (leikhúsinu á Dalvík) Föstudaginn 26. september kl. 20:30. Þetta er frumraun hljómsveitarinnar í tónleikahaldi þannig það má enginn láta þetta framhjá sér fara. 

Hljómsveitin Ofnæmir samanstendur af þremur strákum sem heita Aron Óskarsson, Svavar Magnússon og Kristján Guðmundsson. Þetta er ný hljómsveit sem er vonandi á hraðri uppleið og mun verða eina af fremstu hljómsveitum Íslands innan skamms.
Ástæðan fyrir nafninu Ofnæmir, fyrir utan hversu svalt það er, er að bæði Aron og Kristján eru með bráðaofnæmi. Svavar er víst reyndar líka með ofnæmi og það er fyrir meiki, en við förum ekkert nánar út í hvernig hann áttaði sig á því.

Miðarverð eru einhverjar skitnar 500 kr. og KEA korthafar fá miðann á 499 kr.

Nánari upplýsingar og miðapantanir á http://stjaron.is/