Nýsköpun og atvinnuþróun fundur

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita árið 2008, 100 milljónum króna í sjóð til atvinnuþróunar vegna niðurskurðar þorskheimilda og er nú verið að auglýsa eftir umsóknum.

Frekari kynning, m.a. á umsóknaferlinu, verður í fundarherbergi ráðhúss fimmtudaginn 31. janúar kl. 17.

Á dagskrá er:

  1. Kynning á mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar
  2. Sagt frá verkefnum sem munu sækja um styrk
  3. Fjóla Björk Jónsdóttir lektor við Háskólann á Akureyri mun fjalla um umsóknareyðublaðið og hvaða upplýsingar ættu að koma í hvern dálk.
  4. Umræður

Atvinnumálanefnd Dalvíkurbyggðar