Nýr Björgúlfur í heimahöfn

Nýr Björgúlfur í heimahöfn

Á morgun, fimmtudaginn 1. júní kl. 17:00 mun nýr Björgúlfur EA 312 koma til heimahafnar á Dalvík. 

Eftir að skipið leggst að bryggju verður það til sýnis fyrir almenning og um að gera að nota tækifærið og skoða þetta glæsilega nýja skip Samherja. Í tilefni dagsins verður boðið upp á fiskisúpu í mötuneyti frystihússins frá k. 17:00. 

Í gamla daga var hefð fyrir því að flagga þegar ný skip komu til heimahafnar og eru íbúar hvattir til að viðhalda þeirri gömlu hefð og flagga fyrir nýjum Björgúlfi. 

Myndin er fengin af heimasíðu Samherja.