Norðrið í Norðrinu á Þjóðminjasafninu

Norðrið í Norðrinu á Þjóðminjasafninu

Laugardaginn 16. janúar opnaði Íris Ólöf, forstöðumaður á byggðasafninu Hvoli á Dalvík, sýninguna Norðrið í Norðrinu á Þjóðminjasafni Íslands. Nú hefur sýning byggðasafnsins um Ittiqqortormiit/Scoresbysund verið sett upp fjórum sinnum, í Hvoli , í Norðuratlantshafshúsinu í Óðinsvéum, í Tassiilaq og svo nú í Þjóðminjasafni Íslands. Sýningin mun standa þar til haustsins. Það er heiður fyrir okkur hér að fá að setja upp sýningu þar og er samvinna okkar safns og Þjóðminjasafns Íslands lærdómsrík og gefandi.

Þess ber að geta að forstöðumaður Hvols verður með hádegisfyrirlestur á Þjóðminjasafni Íslands um tilurð sýningarinnar og gang hennar þann 9. febrúar.

Íris Ólöf, byggðasafninu Hvoli