Niðurgreiðsla á skólaakstri framhalds- og háskólanema

Nú eru framhalds- og háskólar að hefja starfsemi sína og því ekki úr vegi að rifja upp þær reglur sem gilda fyrir niðurgreiðslu á skólaakstri framhalds- og háskólanema.

Á 170. fundi fræðsluráðs 06.02.2013 var málefni tekið fyrir. Þar lagði fræðsluráð til að mánaðarkort, þriggja mánaða kort og níu mánaða kort verði greidd niður um 30% fyrir nemendur 18 ára og eldri í fullu framhalds- og háskólanámi á Akureyri. Ekki verður greitt fyrir kort fyrir nemendur í Menntaskólanum á Tröllaskaga enda kemur Dalvíkurbyggð að beinni niðurgreiðslu á þeim ferðum. Þetta var síðar samþykkt á 224. fundi bæjarstjórnar Dalvíkurbyggðar.

Reglugerð um niðurgreiðslu á skólaakstri framhalds- og háskólanema má finna hérna.