Mín Dalvíkurbyggð – þjónusta allan sólarhringinn

Mín Dalvíkurbyggð – þjónusta allan sólarhringinn

Mín Dalvíkurbyggð er íbúagátt sveitarfélagsins og er hún aðgengileg á heimasíðu Dalvíkurbyggðar www.dalvikurbyggd.is.

Á Mín Dalvíkurbyggð er hægt, með rafrænum hætti, að sækja um ýmsa þjónustu hjá sveitarfélaginu, fylgjast með framgangi mála, skoða reikninga, greiðslustöðu, upplýsingasíðu Hitaveitu Dalvíkur og sækja um í ÆskuRækt. Einnig geta fyrirtæki nálgast upplýsingar um reikningsviðskipti sín við sveitarfélagið á Mín Dalvíkurbyggð.

Innskráning
Mín Dalvíkurbyggð eftir ýmsum leiðum, bæði með hnöppum á forsíðu og undir síðunni Þátttaka. Þegar Mín Dalvíkurbyggð er valin færist notandinn inn á innskráningarsíðu.  Innskráning er með Íslykli frá  island.is, en það er samræmt innskráningarkerfi fyrir hið opinbera. Einnig er hægt að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum.

Umhverfisvæn
Með tilkomu Mín Dalvíkurbyggð er einnig hægt að minnka öll pappírsviðskipti þar sem nú er hægt, á einfaldan hátt að sækja yfirlit og reikninga rafrænt. Þannig getum við minnkað pappírskostnað og lagt okkar af mörkum til umhverfismála.

 Vinsamlegast athugið að  þeir sem eru enn að fá senda reikninga á pappír geta nálgast þá á Mín Dalvíkurbyggð. Þeir sem óska eftir því að hætta að fá senda reikninga á pappír eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við þjónustuver Skrifstofa Dalvíkurbyggðar í síma 460 4900. Greiðsluseðlar / kröfur birtast engu að síður enn sem fyrr í heimabönkum.

 

Kannanir
Á Mín Dalvíkurbyggð er hægt að taka þátt í íbúakönnunum sem snúa að þjónustu sveitarfélagsins og fleiru. Slíkar kannanir eru auglýstar á heimasíðu Dalvíkurbyggðar, bæði á forsíðu og undir flipanum Þátttaka og eru íbúar hvattir til að nýta sér þennan möguleika á að koma skoðunum sínum á framfæri. Einnig er hægt að skoða niðurstöður eldri kannana á heimasíðunni

 

Allar nánari upplýsingar og aðstoð er að fá hjá þjónustuveri Skrifstofa Dalvíkurbyggðar í síma 460 4900 og á netfanginu dalvikurbyggd@dalvikurbyggd.is