Mikið um að vera í Dalvíkurbyggð 1. maí

Vormarkaður í Árskógi frá 13:00 til 17:00, handverk, föt og margt fleira í boði.

Opið hús á Krílakoti.  Hefst kl. 10:00 í Dalvíkurkirkju, þar sem verður skemmtun í boði barnanna og þaðan verður farið yfir á Krílakot.

1. maí reið sem hefst kl 12:00 frá Hringsholti, riðið verður að Bakka, tekin smá áning og síðan riðið tilbaka. Kl 15:30 mun fjáröflunarnefnd stand fyrir kaffisölu í félagsaðstöðunni í Hringsholti.

Norðurlandsmót í tvímenningi í Bridge að Rimum.

Danssýning Dansfélagsins Vefarinn í Ungó(leikhúsinu) kl: 15. Þar verða sýndir þjóðdansar, barnadansar og aðrir sýningadansar, farið með gamanmál og fleira. Aðgangur kr. 1.500.- (Ekki tekið við kortum).