Matur 2004

Matur 2004

Dagana 26-29 febrúar sl. var haldin í Fífunni í Kópavogi sýningin Matur 2004. Meðal sýnenda voru þrjú fyrirtæki úr Dalvíkurbyggð, Ektafiskur,Íslandsfugl og Sælgætisgerðin Moli. Þessi fyrirtæki kynntu vörur sínar og er óhætt að segja að viðtökur þeirra 27.000 gesta sem sýninguna sóttu hafi verið góðar. Auk þess að kynna saltfisk, kjúklinga, kjúklingapylsur og sælgæti var ýmsum fróðleik og upplýsingum um Dalvíkurbyggð komið á framfæri m.a. Fiskideginum mikla en stór mynd frá deginum í fyrra prýddi bás Dalvíkurbyggðar. Íslandsfugl kynnti nýjar kjúklingaostapylsur sem senn fara á markað og þóttu þær bragðast vel. Þeir sem að sýningunni komu voru ánægðir með móttökurna og er óhætt að segja að Dalvíkurbyggð hafi hlotið verðskuldaða athygli enda eina sveitarfélagið sem kom að sýningunni með fyrirtækjum.