Lausar stöður við leikskólann Krílakot á Dalvík

Deildarstjóra og leikskólakennara vantar í leikskólann Krílakot á Dalvík.

Krílakoti er 5 deilda leikskóli þar sem eru um 100 börn á aldrinum 9 mánaða – 6 ára. Dalvíkurbyggð er fjölmenningarsamfélag og leggur leikskólinn áherslu á virkt tvítyngi og fjölmenningarlegan skólabrag. Skólar í Dalvíkurbyggð eru Grænfánaskólar og starfa eftir hugmyndafræði Uppbyggingarstefnunnar.

Gildi leikskólans eru gleði – sköpun – þor.

Deildarstjóri
Dalvíkurbyggð auglýsir eftir deildarstjóra í 100% starf frá 9. ágúst 2016.
Leitað er eftir einstaklingum með mikinn metnað, framúrskarandi hæfni í samskiptum og góða skipulags- og leiðtogahæfni.

Menntunar- og hæfniskröfur:
· Leikskólakennaramenntun
· Framhaldsmenntun í stjórnun er kostur
· Reynsla af stjórnun er kostur
· Áhugi á fræðslu barna og velferð þeirra
· Tilbúin/n að takast á við nýjar og fjölbreyttar
áherslur í leikskólastarfi
· Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
· Hefur virðingu, jákvæðni, metnað að leiðarljósi
· Reglusemi og samviskusemi
· Hreint sakavottorð

Leikskólakennari
Dalvíkurbyggð auglýsir eftir leikskólakennara í 100% starf frá 9. ágúst 2016. Leitað er eftir einstaklingi með mikinn metnað, lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum og áhuga á að takast á við fjölbreytt og gefandi starf.

Menntunar – og hæfniskröfur:
· Leikskólakennaramenntun
· Áhugi á fræðslu barna og velferð þeirra
· Tilbúin/n að takast á við nýjar og fjölbreyttar
áherslur í leikskólastarfi
· Hefur virðingu, jákvæðni, metnað að leiðarljósi
· Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
· Reglusemi og samviskusemi
· Heint sakavottorð

Umsóknarfrestur er til 17. maí 2016


Umsóknum, ásamt ferilskrá, skal skilað til leikskólastjóra, Drífu Þórarinsdóttur, á netfangið drifa@dalvikurbyggd.is
Nánari upplýsingar veitir Drífa í síma 460 4950 og á netfangið drifa@dalvikurbyggd.is