Kaosmos opnar í dag

Kaosmos opnar í dag

Í dag opnar á kaffihúsinu GíslaEiríkogHelga myndlistasýningin Kaosmos. Þar sýnir Jón Arnar Kristjánsson prentverk en hann er nú nemandi á öðru ári við myndlistadeild Listaháskóla Íslands. Verkin eru ein og áður sagði prentverk, unnin í tölvu úr efni sem sem verður á veginum á veraldarvefnum. Þau eru svo færð yfir á koparplötur sem eru svo prentaðar á gamla mátann.


Um verkin hefur Jón Arnar þetta að segja: 

Í fyrstu var ekkert! Einungis gapandi tóm, kaos, óreiða. En þegar tvö frumstæð öfl á borð við huga mannsins og endalausir möguleikar hins stafræna heims stinga saman nefjum verður hvellur sem engan endi ætlar að taka. Í gapandi tómi veraldarvefsins er úr miklu að moða en þar ríkir glundroði sem er manninum ofviða. Það er eins og skaparar séu dæmdir til þess að botna ekkert í eigin sköpunarverki sem á endanum þróar með sér sjálfstæðan vilja sem kann sér engar hömlur og verður sjálfum sér og skapara sínum að falli. Það er dapurlegra en tárum taki.


Sýningin er opin út janúar á opnunartíma kaffihússins