Jólaskreytingasamkeppni lokið og úrslitin liggja fyrir

Jólaskreytingasamkeppni lokið og úrslitin liggja fyrir

Nú er hinni árlegu jólaskreytingasamkeppni formlega lokið og úrslitin orðin kunn. Dómnefndin er búin að fara um allt sveitarfélagið og skoða skreytingar í krók og kima og ljóst er að úr mörgum fallegum skreytingum var að velja þetta árið. Var því dómnefndinn mikill vandi á höndum að velja bestu og fallegustu skreytingarnar þar sem þær eru mjög víða stílhreinar og skemmtilegar. Dalvíkurbyggð er að verða sannkallað jólasveitarfélag þar sem öll byggðarlög eru fallega skreytt. Á síðasta ári vakti dómnefndin sérstaka athygli á því að fallegar skreytingar væru á Hauganesi en í ár vill hún koma því á framfæri að í Svarfaðardal eru bæir mjög fallega skreyttir og eru allir hvattir til að keyra þar um og skoða.

En eins og alltaf þarf einhver að vinna og eftir mikilar vangaveltur komst dómnefndin að eftirfarandi niðurstöðu:

Verðlaunasæti:

 

1. sæti:  Svarfaðarbraut 13
Hugrún og Þórir, fallegur heildarsvipur og vönduð vinna.

1. verðlaun: Forláta glerskál frá Sigríði í Stjörnunni

 

2. sæti:  Mímisvegur 32
Ásdís og Jón Baldur, jólaleg aðkoma sem 
gleður manns hjarta.

2. Verðlaun: Kassi með blöndu af úrvalsfiski frá Ektafiski.

 

 

3. sæti:  Ásholt 3 Hauganesi
Guðlaug og Elvar, vel gerðar og sérstakar gluggaskreytingar.

3. Verðlaun: Kort í líkamsræktina frá Sundlaug Dalvíkur.

 

Dómnefndin vill sérstaklega þakka þeim fyrirtækjum sem gáfu þessi fínu verðlaun fyrir sitt framtak.  

Innan tíðar munu svo birtast myndir af þessum húsum hér á heimasíðunni og í Bæjarpóstinum.

 

Þetta árið fengu tvenn raðhús sérstakar viðurkenningar en þau vöktu athygli dómnefndar fyrir samstöðu íbúa og fallegan stíl og fá þau viðurkenningarskjal. 

Viðurkenningar:

Klapparstígur 1-7 Hauganesi

Bjarkarbraut 17-21

Að lokum má nefna nokkur hús sem vekja sérstaka athygli:

Öldugata 1
Goðabraut 18
Karlsbraut 20
Ægisgata 1
Vegamót
Uppsalir Svarfaðardal, ævintýrajól
Laugabrekka Svarfaðardal
Miðkot, sería framan á húsi
Klapparstígur 14 Hauganesi
Klapparstígur 19 Hauganesi
Aðalbraut 3 Árskógssandi
Skíðabraut 15, fallegar gluggaskreytingar
Stórhólsvegur 6, veggmynd
Kríló og Fagrihvammur, gluggaskreytingar 

 

Þessi jólasveinn heilsaði okkur svo glaðlega þegar við heimsóttum Hauganes og bauð upp á jólaöl og appelsín.         

Njótið ljósanna og gleðileg jól

Jólaskreytingadómnefndin