Jafnrétti - setjum gleraugun á nefið

Fræðslusvið Dalvíkurbyggðar í samstarfi við leik- og grunnskóla var að fá styrkveitingu frá Sprotasjóði upp á 900.000 kr fyrir verkefninu Jafnrétti-setjum gleraugun á nefið. 

Verkefnið gengur út á það að vinna markvisst með, og að, jafnrétti skólaárið 2012-2013 í skólum Dalvíkurbyggðar en jafnrétti er ein af grunnstoðum menntunar á Íslandi. Skólarnir vinna bæði ólíkt og í sameiningu að mismunandi þáttum verkefnisins en undir lok næsta skólárs er stefnt á að allir skólarnir eigi jafnréttisáætlanir og fjallað sé sérstaklega um jafnrétti í skólanámskrám þeirra.