Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2015 - íbúakosning

 

Samkvæmt reglum Dalvíkurbyggðar um kjör á íþróttamanni ársins skal fara fram íbúakosning sem gildir á móti kosningu aðal- og varamanna í íþrótta- og æskulýðsráði. Kosning fer fram með þeim hætti að allir sem eru orðnir 15 ára geta kosið og er það gert í gegnum Mína Dalvíkurbyggð.

Tilnefndir eru:

Tilnefningar Íþróttagrein
Andrea Björk Birkisdóttir Skíði
Anna Kristín Friðriksdóttir Hestar
Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson Sund
Ólöf María Einarsdóttir Golf

 

 

Kosning fer þannig fram

Þú byrjar á að kynna þér upplýsingar um tilnefnda aðila hér: Tilnefningar til íþróttamanns Dalvíkurbyggðar 2015

Að því loknu geturðu hafið kosningu.

Til þess að kjósa þarf að skrá sig inn á Mín Dalvíkurbyggð , (innskráning er með íslykli eða rafrænum skylríkjum). Þar á forsíðu, vinstra megin, er hnappur sem heitir Kannanir og kosningar. Vinsamlegast smelltu á hnappinn. Þá færistu yfir á síðuna þar sem þú getur hafið kosningu um íþróttamann Dalvíkurbyggðar. Þarna inn kýstu svo þann aðila sem þú telur eiga skilið að hljóta titilinn „íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2015“.

Hægt verður að kjósa um íþróttamann ársins til og með sunnudagsins 20. desember 2015. 

Samanlögð kosning íbúa og fulltrúa í íþrótta- og æskulýðsráði mun svo ráða úrslitum um það hver verður kjörinn.
Þeir sem hafa áhuga geta hér kynnt sér reglur um kjör á íþróttamanni ársins.

Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu geta komið í þjónustuverk Skrifstofa Dalvíkurbyggðar og fengið aðgang að tölvu þar og astoð við að kjósa.

Nánari upplýsingar veitir Gísi Rúnar Gylfason á netfanginu gislirunar@dalvikurbyggd.is eða á Skrifstofum Dalvíkurbyggðar í síma 460 4900.