Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2003.

Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2003.

Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2003.

Á fundi Íþróttta-æskulýðs- og menningarráðs 30. des. var tilkynnt um val á Íþróttamanni Dalvíkurbyggðar 2003. Fundur var haldinn í safnaðarheimili Dalvíkurkirkju að viðstöddum forráðamönnum íþróttafélaga og þeim sem tilnefndir voru. Björgvin Björgvinssson skíðamaður er Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2003. Björgvin sem er einn besti skíðamaður landsins hefur náð góðum árangri á alþjóðlegum mótum bæði hér á Íslandi og erlendis. Hann keppti m.a. á heimsmeistaramóti í alpagreinum í febrúar með góðum árangri. Á Skíðamóti Íslands vann Björgvin í svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni. Auk þess að vinna Icelandaircup mótið sem haldið er samhliða Skíðamóti Íslands. Björgvin hefur verið í landsliði Íslands undanfarin ár og er nú við æfingar undir stjórn nýs þjálfara. Björgvin er einnig skíðamaður Dalvíkurbyggðar 2003. Þetta er í fjórða sinn sem Björgvin hlýtur þennan titil og annað árið í röð.

Aðrir sem tilnefndir voru;

Anna Bára Hjaltadóttir Blakmaður ársins 2003
Ingvi Hrafn Ingvason Knattspyrnumaður ársins 2003
Jóhannes Bjarmi Skarphéðinson Körfuknattleiksmaður ársins 2003
Ómar Freyr Sævarsson Frjálsíþróttamaður ársins 2003
Sigurður Jörgen Óskarsson Golfmaður ársins 2003
Stefán Friðgeirsson Hestaíþróttamaður ársins 2003
Þorgerður J. Sveinbjarnardóttir Sundmaður ársins 2003