Hreinsunardagar í Dalvíkurbyggð

Hér er einungis um lífrænan úrgang að ræða eins og trjágreinar, laufblöð og annan almennan garðagróður. Annað rusl sjá íbúar sjálfir um að henda í þar til gerða gáma á gámasvæðinu. Garðeigendum er bent á að klippa trjágróður þar sem hann hindrar umferð gangandi fólks um gangstéttir og stíga og umferð bifreiða um götur.

Vakin skal athygli á því að sérstakur gámur er á gámasvæðinu fyrir garðaúrgang, einnig er gámur á Hauganesi og  annar á Árskógssandi. Gámaþjónusta Norðurlands hefur eftirlit með þessum gámum og sér um að losa þá.

Ef um mikið magn er að ræða skal bent á svæðið við Höfða á Dalvík og sambærileg svæði á Hauganesi og Árskógssandi sem íbúar vita um. Strangt eftirlit Heilbrigðiseftirlitsins er með þessum svæðum, það er því skilyrði að ekkert annað en garðaúrgangur fari á þessi svæði sem og í gámana. Plastpokar eru til dæmis ekki garðaúrgangur, því verður að losa úr þeim.              

Gleðilegt sumar,

Garðyrkjustjóri.