Heimsókna - TENGJA

Heimsókna  - Tengja

Húsabakka 14. apríl 2005

Ágætu foreldrar og forráðamenn nemenda í Húsabakkaskóla,

hluti af vinnu við sameiningu Húsabakkaskóla og Dalvíkurskóla eru gagnkvæmar heimsóknir nemenda í skólanna. Markmið heimsóknanna eru:

  • Að nemendur skólanna kynnist mismunandi skólaaðstæðum til að eyða fordómum og auka gagnkvæma virðingu fyrir því sem börnunum er kært í umhverfi sínu.
  • Að nemendur skólanna kynnist væntanlegum bekkjarfélögum sínum. 
  • Að nemendur Húsabakkaskóla kynnist húsnæði og atburðum í nýja skólanum.

 

Næsta vika verður notuð til þessara heimsókna og verða þær sem hér segir:

18. apríl, kl. 9:30-11:00:

1. 2. og 3. bekkur Dalvíkurskóla heimsækja Húsabakkaskóla. Þá fara 4. 5. og 6. bekkur Húsabakkaskóla í heimsókn í Dalvíkurskóla.

19. apríl, kl. 9:30-11:00:

4. 5. og 6. bekkur Dalvíkurskóla heimsækja Húsabakkasóla. Þá fara 7. og 8. bekkur Húsabakkaskóla í Dalvíkurskóla.  

20. apríl, kl. 9:30-11:00:

7. og 8. bekkur Dalvíkurskóla heimsækja Húsabakkaskóla. Þá fara 1. -  2. bekkur Húsabakkaskóla í heimsókn í Dalvíkurskóla.

Tónleikar og fræðsla:

Tónleikarnir sem vera áttu á næsta föstudag í Dalvíkurkirkju falla niður af óviðráðanlegum orsökum.

Með kveðju

Ingileif