Heilsudagur í Dalvíkurbyggð

HEILSUDAGUR Í DALVÍKURBYGGÐ

Aðgangur verður ókeypis í Sundlaug Dalvíkur og heilsurækt laugardaginn 18. febrúar n.k. Leiðbeinendur verða í ræktinni og ýmsir viðburðir í gangi tengdir deginum t.d. tilboð og kynningar. Markmið dagsins er að vekja athygli á möguleikum til heilsuræktar og mikilvægi hollrar samveru fjölskyldunnar.

SUNDLAUG DALVÍKUR

Kl. 09:15 Vatnsleikfimi fyrir eldri borgara, Helena Frímannsdóttir leiðbeinir

Kl. 10:00 Sundlaugin opnar - Vatnsleikfimi, opinn tími fyrir alla

Kl. 10:00 Bjarni Víðir og Sædís leiðbeina í ræktinni

Kl. 11:00 Sundkennsla fyrir fullorðna - Elín Unnarsdóttir leiðbeinir

Kl. 16:00 Jóna Gunna leiðbeinir í ræktinni

Kl. 18:00 Heilsuræktin lokar - sundlaug opin til kl. 22:00

SUNDLAUG DALVÍKUR - KÓSÍKVÖLD

Kl. 19:30 Kósíkvöld - notaleg stemmning

- Ilmur í lofti, heit laug

- Júróvisjónúrslit á risaskjá ef veður leyfir!

Kl. 22:00 Sundlaug lokar

ÍÞRÓTTAHÚS DALVÍKUR - VÍKURRÖST

Kl. 12:00 Leikfimi í umsjón Ingu Möggu og Jónu Gunnu

Kl. 15:30 Íþróttasprell fyrir börn undir skólaaldri og foreldra þeirra

BYGGÐASAFNIÐ HVOLL

Safnið opið frá kl. 14:00 - 17:00 - frábær samverustund fyrir alla fjölskylduna

AÐRIR TENGDIR VIÐBURÐIR Á HEILSUDEGI

Skíðasvæðið í Böggvisstaðafjalli opið. Ath. símsvari: 878-1606

Samkaup/Úrval á Dalvík býður 25% afslátt af fersku grænmeti og ávöxtum

Lyf og heilsa á Dalvík býður 20% afslátt á vítamínum og fæðubótavörum

föstudaginn 17. feb.

Blómabúðin Ilex býður 20% afslátt á ilmkertum og reykelsum. Minnum á grjónapokana vinsælu.

Kynningarbæklingar um umhirðu húðar og hárs frá Jonnu og Guggu liggja frammi í sundlaug, 10% afsláttur á völdum vörum frá þeim.

FREKARI UPPLÝSINGAR Í SUNDLAUG DALVÍKUR S. 466-3233

LÍTTU VIÐ Í DALVÍKURBYGGÐ

OG EIGÐU GÓÐAN DAG Í FAÐMI FJÖLSKYLDUNNAR