Heilbrigðisstofnun Norðurlands, og sveitarfélögin Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð auglýsa eftir sálfræðingi

Heilbrigðisstofnun Norðurlands, og sveitarfélögin Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð auglýsa eftir sálfræð…

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN), og sveitarfélögin Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð auglýsa til umsóknar 100% stöðu sálfræðings með aðsetur á Dalvík eða í Fjallabyggð. Starfsstöðvar verða á heilsugæslustöðvunum í Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð og í skólum sveitarfélaganna.

Í boði er fjölbreytt starf sem skiptist þannig að 50% staða er við HSN og 50% staða skiptist á milli sveitarfélaganna Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Greining og meðferð algengustu geðraskana
  • Þátttaka í meðferðarteymi HSN
  • Samstarf við mæðra og ungbarnavernd HSN
  • Frumgreiningar og sálfræðistörf við skóla og félagsþjónustu Dalvíkurb. og Fjallab.
  • Aðkoma að barnaverndarmálum í Dalvíkurb. og Fjallab.


Hæfnikröfur

  • Sálfræðingur með löggildingu og réttindi til starfa á Íslandi
  • Greinagóð þekking á algengustu geðröskunum
  • Reynsla af greiningu og meðferð algengustu geðraskana
  • Reynsla af teymisvinnu 
  • Reynsla og þekking á frumgreiningum barna
  • Þekking á gagnreyndum meðferðarúrræðum við geðröskunum
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og sveigjanleiki í starfi
  • Frumkvæði, áhugi og metnaður til að ná árangri 
  • Ökuleyfi


Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sálfræðingafélag Íslands hafa gert.
Í sveitarfélögunum tveimur búa um það bil 4.000 íbúar. Laun við HSN eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármálaráðherra og Sálfræðingafélag Íslands hafa gert. Laun við Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð eru samkvæmt kjarasamningi Sálfræðingafélags Íslands við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Upplýsingar um starfið veita:

Pétur Maack Þorsteinsson yfirsálfræðingur HSN
petur.maack@hsn.is
sími: 460-4674

Eyrún Rafnsdóttir sviðsstjóri félagsmálasviðs Dalvíkurbyggðar
eyrun@dalvikurbyggd.is
sími: 460-4900

Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar Fjallabyggðar
hjortur@fjallabyggd.is
sími: 464-9105

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 02.10.2017

Nánari upplýsingar veitir
Pétur Maack Þorsteinsson - petur.maack@hsn.is - 460 4674