Hátt í hundrað manns komu á opnun

Hátt í hundrað manns komu á opnun

Hátt í hundrað manns komu á opnunarhátíðina á Húsabakka sl. fimmtudag, sumardaginn fyrsta, þrátt fyrir afleitt veður og vetrarríki í dalnum. Hátíðin byrjaði með því að atriðið „Hægt, hægt“ var sett af stað. Gagnvirki flórgoðinn var var um sig í gastaganginum, flaug margsinnis af hreiðrinu og ungarnir stungu sér í djúpið gestum til ómældrar gleði, en bitust svo aftur þegar um hægðist. Að lokinnni vígslunni gátu gestir fengið sér kaffi og hlaðborð í kjallaranum hjá Boggu eða gengið um og skoðað nýjar og bættar aðstæður gistiþjónustunnar. Íbúðin á syðri vist hefur nú fengið allsherjar yfirhalningu, búið er að setja upp sturtur í gamla skólahúsinu og lobbýið þar hefur verið málað og settir þar upp munir sem tengjast skólahaldi á Húsabakka.