Góður árangur UMSE á Meistaramóti Íslands 15-22 ára

Meistarmót Íslands 15-22 ára í frjálsum íþróttum innahúss fór fram um síðustu helgi. UMSE sendi 9 keppendur á mótið og unnu þeir allir til verðlauna.UMSE varð í 6. sæti af 16 í heildarstigakeppni félaganna með 69 stig og fékk 1 gull, 5 silfur og 5 brons. Lið ÍR varð hins vegar hlutskarpast og stóð uppi sem sigurvegar mótsins.  

Okkar fólk úr Dalvík/Reyni stóð sig með mikilli prýði. Ólöf Rún Júlíusdóttir stóð sig mjög vel og bætti sig í nánast öllum greinum. Hún fékk silfur í flokki 15 ára í stangarstökki með 2,50m sem er bæting og lágmark í úrvalshóp FRÍ, brons í hástökki með stökk upp á 1,44m, silfur í 4x200m boðhlaupi, svo komst hún í 8 manna úrslit í 60m hlaupi, 60m grindarhlaupi, þrístökki, langstökki og 200m hlaupi. Stefanía Andersen Aradóttir fékk brons í stangarstökki 16-17 ára stúlkna með stökk upp á 2,20m og silfur í 4x200m boðhlaupi. Júlía Ósk Júlíusdóttir og Arlinda Fejzulahi fengu báðar silfur í 4x200m boðhlaupi.

Aðrir keppendur UMSE stóðu sig að sjálfsögðu einnig frábærlega. Hér fyrir neðan má sjá árangur þeirra í einstaka greinum.

Grenivík/Samherjar: Guðbjörg Ósk Sveinsdóttir stóð sig griðarlega vel og sprakk út á þessu móti, Hún sigraði í 60m grindahlaupi á tímanum 9,53 sek einnig vann hún silfur í langstökki og stökk 4,85m, hún vann silfur í 4x200m boðhlaupi og brons í þrístökki með 10,00m stökk

Samherjar: Kristján Godks Rögnvaldsson fékk brons fyrir 400m hlaup og er augljóst að hann mun bæta tímann sinn næstu helgi í 400m, Sveinborg Katla Daníelsdóttir vann silfurverðlaun í stangarstökki og stökk 2,70m og hún var hársbreidd frá því að bæta sig en hún felldi 2,80m í þrígang, Sveinborg fékk einnig silfur í 4x200m boðhlaupi

Smárinn: Steinunn Erla Davíðsdóttir vann bronsverðlaun í 60m í flokki 18-19 ára á tímanum 8,44 sek Hún vann einnig silfurverðlaun í 4x200m boðhlaupi

 Æskan: Eir Starradóttir fékk silfur í 4x200m boðhlaupi og varð 5. í kúluvarpi

Krakkar frá HSÞ og USAH hafa verið að æfa með UMSE hópnum og eru þeirra úrslit hér fyrir neðan. 

HSÞ: Selmdís Þráinsdóttir fékk silfur í stangarstökki 18-19 ára og stökk hún 2,90m sem er bæting hjá henni, hún fékk einnig í silfur í 800m hlaupi á tímanum 2;30,98 mín

USAH: Haraldur Páll Þórsson fékk brons í þrístökki 18-19 ára pilta með stökk upp á 11,34m. Bjarni Salberg varð 4. í langstökki með stökk upp á 5,53m. Garðar Smári Óskarsson varð 4. í bæði þrístökki og hástökki. Sandra Haraldsdóttir keppti í kúluvarpi og langstökki

Kv Ari H Jósavinsson
þjálfari UMSE