Gítartónleikar á byggðasafninu 21. janúar

Fimmtudaginn 21. janúar kemur Kristinn H. Árnason fram á hádegistónleikum á Byggðasafninu Hvoli á Dalvík. Aðgangseyrir er 1.000kr og boðið verður upp á léttar veitingar. 

Tónleikarnir hefjast kl. 12:10

Á tónleikunum verða m.a. flutt verk eftir Narvaez, Sanz, Bach, Villa-Lobos,de Falla og Albeniz.

Kristinn hefur komið fram á fjölda tónleika í Reykjavík, á landsbyggðinni, einn og með öðrum hljóðfæraleikurum auk tónleika erlendis m.a. á Norðurlöndum, Englandi, Ítalíu, Spáni, Danmörku og Bandaríkjunum.


Fimm diskar með gítareinleik Kristins hafa komið út, sá fimmti fyrir síðustu jól. Diskur hans með verkum eftir Sor og Ponce hlaut íslensku tónlistarverðlaunin árið 1997 í flokki klassískra hljómdiska. Árið 2007 hlaut Kristinn verðlaun úr minningarsjóði Kristjáns Eldjárns og hann hefur að auki hlotið tilnefningu til menningarverðlauna DV.