Fyrsti T137 hrúturinn fundinn á Stóru-Hámundarstöðum

Fyrsti T137 hrúturinn fundinn á Stóru-Hámundarstöðum

Fyrsti hrúturinn sem hefur T137 afgerðina, sem talin er veita vernd gegn riðuveiki, hefur fundist. Svo skemmtilega vill til að það er hrúturinn Austri hjá Snorra Snorrasyni og Brynju Lúðvíksdóttur sem reka fjárbú á Stóru-Hámundarstöðum á Árskógsströnd. Austri er álitlegur kynbótagripur og með tilkomu uppgötvunar T137 arfgerðar hans má ætla að hann verði mjög vinsæll til undaneldis næstu árin. Það verður því að teljast líklegt að stór hluti fjárstofns framtíðarinnar muni eiga ættir sínar að rekja til Árskógsstrandar.