Framlengdur umsóknarfrestur um stöðu upplýsingafulltrúa og framkvæmdastjóra Menningarfélagsins Bergs ses. - afleysing

Upplýsingafulltrúi og framkvæmdastjóri Menningarfélagsins Bergs ses. - afleysing. Ákveðið hefur verið að framlengja umsóknarfrestinn til og með 15. janúar 2010.

Dalvíkurbyggð óskar eftir að ráða til sín upplýsingafulltrúa í 50% starfshlutfall. Um er að ræða afleysingu í allt að 10 mánuði. Starf upplýsingafulltrúa fellur undir fjármála- og stjórnsýslusvið.

Starfssvið upplýsingafulltrúa:
• Umsjón með og vinnsla verkefna á sviði upplýsinga-, kynningar- og stjórnsýslumála.
• Ritstjóri heimasíðu Dalvíkurbyggðar, www.dalvik.is.
• Markaðssetning á Dalvíkurbyggð og gerð upplýsingaefnis.
• Svörun á erindum og frágangur mála í skjala- og málakerfi sveitarfélagsins.
• Tengiliður Dalvíkurbyggðar á sviði ferðamála.
• Kemur að gerð starfs- og fjárhagsáætlana fyrir þau verkefni sem upplýsingafulltrúi vinnur að.
• Ýmis verkefni á bæjarskrifstofu.

Einnig er auglýst eftir framkvæmdastjóra Menningarfélagsins Bergs ses. í 50% starfshlutfall. Um er að ræða afleysingu í allt að 10 mánuði. Framkvæmdastjóri heldur utan um rekstur menningarhússins Bergs samkvæmt samningi við Dalvíkurbyggð.

Starfssvið framkvæmdastjóra Bergs ses.:
• Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á rekstri og markaðssetningu á Menningarhúsinu Bergi.
• Hann sér m.a. um gerð og eftirfylgni samninga og starfs- og fjárhagsáætlana.
• Utanumhald um viðburði og starfsemi í menningarhúsi s.s. hugmyndavinnu, skipulagningu og fjárhagslega umsýslu.
• Hann sækir um styrki til starfsemi í húsinu og stuðlar að samstarfi á milli aðila.
• Framkvæmdastjóri annast kynningar á Menningarhúsinu Bergi.

Menntunar- og hæfniskröfur í ofangreind störf:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi æskileg.
• Þekking og reynsla af sambærilegum verkefnum.
• Góð tölvukunnátta skilyrði og þekking á upplýsingatækni.
• Gott vald á íslensku í máli og riti.
• Skipulagshæfileikar og nákvæm vinnubrögð.
• Lipurð í mannlegum samskiptum.
• Frumkvæði og sjálfstæði.


Hægt er að sækja um bæði þessi störf sem eitt 100% starf.

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag og samkvæmt starfsmannastefnu Dalvíkurbyggðar. Í samræmi við mannréttindastefnu Dalvíkurbyggðar eru karlar jafnt sem konur hvattir til að sækja um starfið.

Nánari upplýsingar um starf upplýsingafulltrúa veitir fjármála- og stjórnsýslustjóri, Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, í síma 460-4903 eða gp@dalvik.is .
Nánari upplýsingar um starf framkvæmdastjóra Menningarfélagsins Bergs ses. veitir Anna Baldvina Jóhannesdóttir, formaður stjórnar Bergs ses. í síma 864 5982 eða hrisar@simnet.is .

Umsóknir um ofangreind störf, ásamt ferilskrá, skal senda til Dalvíkurbyggðar, Ráðhúsinu, 620 Dalvík, í umslagi merkt „Upplýsingafulltrúi“ eða „Framkvæmdastjóri Menningarfélagsins Bergs ses.“ Ef sótt er um bæði störfin sem 100% starf skal merkja umsóknina „Upplýsingafulltrúi/framkvæmdastjóri“. 


Umsóknarfrestur er til og með 15. janúar 2010.

Dalvíkurbyggð er framsækið sveitarfélag við utanverðan Eyjafjörð. Þar er blómlegt og fjölbreytt atvinnu- og menningarlíf. Umhverfi er sérlega fjölskylduvænt og góðar aðstæður til útivistar jafnt sumar sem vetur. Frekari upplýsingar um sveitarfélagið má finna á www.dalvik.is