Fræðslu og kynningarfundur fyrir foreldra barna með fatlanir og alvarlegar þroska-og hegðunarraskanir

Fræðslu- og kynningarfundur fyrir foreldra barna með fatlanir og  alvarlegar þroska- og hegðunarraskanir.

Félags- og skólaþjónusta ÚtEyjar í samvinnu við fjölskyldudeild Akureyrarbæjar boðar til fundar þriðjudaginn 31. janúar í safnaðarheimili Dalvíkurkirkju kl. 20:30 fyrir foreldra barna með fatlanir og alvarlegar þroska- og hegðunarraskanir.

Á fundinum munu starfsmenn félags- og skólaþjónustu og starfsmenn frá fjölskyldudeild Akureyrarbæjar  kynna samstarf á milli þjónustustofnanna og fara yfir réttindamál foreldra og barna. Þá verða  reifaðar hugmyndir um áframhaldandi samvinnu í foreldrahópnum, kynnt hugsanleg námskeið o.fl.   Einnig kemur á fundinn fulltrúi frá Þroskahjálp á Akureyri sem kynnir starfsemi þeirra.

Með kveðju og ósk um að sjá ykkur sem flest,

 

F.h. Félags- og skólaþjónustu ÚtEyjar

 

Eyrún Rafnsdóttir, þroskaþjálfi

Félagsmálastjóri Dalvikurbyggðar og  Ólafsfjarðar.