Frá Tónlistarskólanum á Tröllaskaga - innritun

Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð hafa gert með sér samstarfssamning um sameiningu Tónlistarskólanna á Tröllaskaganum og hófst það formlega 1. ágúst og heitir nýi skólinn Tónlistarskólinn á Tröllaskaga. Tónlistarskólinn er í eigu sveitafélagana en ákveðið var af sveitafélögunum að Dalvíkurbyggð myndi sjá um umsýslu. Gjaldskrá skólana hefur verið samræmd og má sjá þær á heimasíðum gömlu skólanna.

Innritun í Tónlistarskólann á Tröllaskaga fer fram dagana 22—26 ágúst, alla virka daga frá kl. 09.00 – 15.00 .

Hægt er að hafa samband í síma 898-2516, 848-9731, eða 460-4990 og í tölvupósti maggi@dalvikurbyggd.is  

Nýjum nemendum er bent á heimasíðu skólans http://www.dalvikurbyggd.is/tonlistarskoli  og sækja þar um rafrænt, fara í valmynd og innritun og fylla þar út umsókn, fyrir veturinn 2016—2017.

Vinsamlegast athugið að þeir nemendur sem þegar er búið að skrá í annan hvort tónlistarskólann þarf ekki að skrá aftur.