Fólkvangurinn í Böggvisstaðarfjalli - Tillaga að deiliskipulagi og umhverfisskýrsla

Fólkvangurinn í Böggvisstaðarfjalli - Tillaga að deiliskipulagi og umhverfisskýrsla

Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkti þann 24. nóvember 2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fólkvangsins í Böggvisstaðafjalli skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og umhverfisskýrslu skv. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

Fólkvangurinn er í austurhlíð Böggvisstaðafjalls, aflíðandi klettalausri hlíð sem er algróin lyngi. Brimnesá markar svæðið til norðurs og íbúðarbyggð Dalvíkur til austurs. Svæðið er í 30-500 m.y.s. og er um 306 ha að stærð.

Í skipulaginu er lögð áhersla á að fólkvangurinn sé vettvangur til fjölbreyttrar útivistar. Meðal viðfangsefna skipulagsins er:

  • gert ráð fyrir að skíðasvæðið geti stækkað og þróast á lengri tíma með fleiri lyftum, þjónustu­húsum og vélageymslu.
  • að skógræktarsvæði verði afmarkað með tilliti til fornleifa, hóla í landslagi, votlendis og lyngmóa.
  • að skilgreina göngustíga og reiðleiðir.
  • að skilgreinaleiksvæði og áningarstaðir.

Tillagan ásamt umhverfisskýrslu liggur frammi í Ráðhúsinu á Dalvík og á heimasíðu sveitarfélagsins www.dalvikurbyggd.is í sex vikur.

Tillaga - deiliskipulag og umhverfisskýrsla
Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4

Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar og berast sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs í síðasta lagi 13. janúar 2021 í Ráðhúsið á Dalvík eða á netfangið borkur@dalvikurbyggd.is

Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs Dalvíkurbyggðar