Fólkvangur í Böggvisstaðafjalli

Fólkvangur í Böggvisstaðafjalli

Samkvæmt reglugerð sem dagsett er 31.janúar 2011 hefur friðlýsing landsvæðis í Böggvisstaðafjalli sem fólkvangs verið endurnýjuð. Markmiðið með friðlýsingunni er að tryggja útivistarsvæði í Dalvíkurbyggð.

Mörk fólkvangsins eru að vestan girðing frá egg fjallsins og niður í Brimnesá, um það bil 1 km vestan við Selhól. Að sunnan girðing nærri merkjum Böggvisstaða og Hrafnsstaða og nær til fjalls. Að austan mörk byggðarinnar samkvæmt aðalskipulagi og að norðan fylgja mörkin núverandi gilvegi og í Brimnesá.

Almenningi er heimil för um fólkvanginn sé góðrar umgengni gætt. Öll umferð vélknúinna ökutækja utan vega er óheimil. Þó er umferð snjótroðara á skíðasvæði leyfileg sem og umferð snjósleða til fjalla norðan Löngulautar.

Öll meðferð skotvopna er bönnuð í fólkvanginum.

Fólkvangur í Böggvisstaðafjalli, reglugerð í heild sinni